DAY TO NIGHT - Gift collection

6.490 ISK
Day to Night gjafasettið er hannað svo þú getir skartað þínu allra besta hvar og hvenær sem er og er fullkomin gjöf til þeirra sem þú elskar mest … eða frá þér til þín!

Í kassanum eru tvö glæný og stórglæsileg hágæða 3D minka-augnhár, PARÍS & TOKYO.

PARIS eru náttúruleg og ofurlétt. Þetta er einnig í fyrsta skiptið sem augnhár frá Tanja Yr Cosmetics eru með ósýnilegu bómullarbandi en það gerir augnhárin enn nettari og náttúrulegri framlengingu á þínum eigin augnhárum.

Þegar dagur verður að kvöldi eða þegar tilefnið er alveg sérstakt, getur þú skipt í TOKYO og á einu augnabliki gjörbreytt um útlit. Þessi augnhár eru dramatísk, stór og mikil, og gefa augunum dularfullt útlit sem eru vís til þess að stela athyglinni hvar sem þú ert.

Hár: Mink
Band: Örþunnt glært og svart bómullarband
Hægt að nota í allt að 25 skipti!