Um tyc

Hæ & velkomin í heimsókn á Tanja Yr Cosmetics.

Markmiðið TYC er alltaf að bjóða upp á framúrskarandi úrval af gerviaugnhárum og bestu mögulegu gæði. Við leggjum okkur fram við að finna nýjustu tískustrauma, skapa trend & bjóða vörurnar okkar á sanngjörnu verði.

Augnhárin okkar eru náttúruleg, létt og gullfalleg á sama tíma. Þau geta verið fullkomin framlengin á þínum náttúrulegu augnhárum eða leynivopn til þess að ‘poppa’ upp á útlitið og stela athyglinni.

Ég, Tanja uppgvötaði snyrtivörur í fyrsta skiptið þegar ég var aðeins 11 ára gömul og varð ástfangin við fyrstu sýn. Ung byrjaði ég að hafa gaman af því að mála mig og í mörg ár hannaði ég “mín eigin” augnhár með því að kaupa gerviaugnhár frá hinum ýmsu aðilum og klippa þau til eins og ég vildi hafa þau. Það var síðan í maí 2015 sem draumurinn rættist og ég opnaði mitt eigið fyrirtæki með gullfallegum og vönduðum gerviaugnhárum, Tanja Yr Lashes.

Í dag starfar lítið teymi hjá Tanja Yr Cosmetics og við erum ótrúlega stolt að vera leiðandi í gerviaugnhárum á Íslandi auk þess sem við sendum um allan heim, þó aðallega til Evrópu.

Þú getur fylgst með okkur á Instagram. Og já! Ekki gleyma að nota kassamerkin #TanjaYrCosmetics #TanjaYrLashes og deila myndunum þínum með okkur!

Ást til ykkar allra, Tanja
info@tanjayrcosmetics.com