Skilmálar

Verð

Vinsamlegast athugið að verð á netinu hjá Tanja Yr Cosmetics getur breyst án fyrirvara. 24% VSK er innifalinn í verði vörunnar og reikningar eru gefnir út með VSK. Ef varan er ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram.

Greiðslur

Hægt er að greiða með þrenns konar greiðslumöguleikum á Tanja Yr Cosmetics. Greiðslukort í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar, millifærslu og Netgíró.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Skilafrestur er 14 dagar frá kaupum og þarf að framvísa kvittun við vöruskil. Það er aðeins hægt að skila vöru ef að varan er í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum og að varan sé ónotuð. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin seljanda.

Ef að þú færð gallaða vöru vinsamlegast sendu mynd af vörunni á netfangið info@tanjayrcosmetics.com með fyrirsögninni 'GALLAÐ' og hafðu pöntunarnúmerið með.

Sendingarmáti

Pantanir eru afgreiddar mánudaga til föstudaga.
Utan höfuðborgarsvæðis:

Almenn sending utan höfuðborgarsvæðis: Almenn sending kostar 590kr. Þessi sendingarmáti er órekjanlegur og ekki er hægt að velja hann fyrir sendingu á höfuðborgarsvæðinu.

Pakki á pósthús utan höfuðborgarsvæðis: þessi sendingarmáti er aðeins fyrir sendingar utan höfuðborgarsvæðis og kostar 790kr.

Skráð og rekjanleg heimkeyrsla utan höfuðborgarsvæðis: Með skráðri sendingu fær kaupandi sent með tölvupósti sendingarnúmer og getur fylgst með stöðu sendingarinnar. Einnig er sendingin keyrð heim að dyrum og kostar þessi sendingarmáti 990kr.

Höfuðborgarsvæðið: 
Sækja frítt milli kl.12-17 á Vatnagörðum 22: Hægt er að sækja sendingar fljótlega eftir að þær berast í GorillaHouse á Vatnagörðum 22. Í afgreiðslunni þarf að segja nafn, pöntunarnúmer og að pöntunin sé frá Tanja Yr Cosmetics.

Express heimsending á höfuðborgarsvæðinu: Afhent samdægurs ef pantað er fyrir kl. 13.00, annars næsta virka dag. Keyrt út kl. 17.00-22.00. 

Utan höfuðborgarsvæðis: Sending fer á flytjandastöð 1-3 virkir dagar.

 

 

Tanja Yr Cosmetics
info@tanjayrcosmetics.com
+3547726565